Íþróttamaður ársins 2018

Bjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleiksmaður og leikmaður Skallagríms, var í dag kjörinn íþróttamaður ársins 2018 við fjölmenna og hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.   Bjarni er einn af lykilleikmönnum í meistaraflokki Skallagríms í körfuknattleik. Hann átti stóran þátt í því að vinna liðinu sæti í úrvalsdeild síðastliðið vor og hefur stimplað sig inn sem einn efnilegasti körfuknattleiksmaður úr …

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð 2019

Borgarbyggð styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára með framlagi að upphæð kr. 20.000 á ári. Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 10 vikur. Þetta á t.d. …

Markmið sett á nýju ári!

Hefjum nýtt ár með fyrirheitum um heilsusamlegt líferni fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 20:00 í Hjálmakletti Elísabet Margeirsdóttir ofurhlaupari og næringarfræðingur fjallar um að setja sér raunhæf markmið í næringu og hreyfingu á nýju ári. Elísabet hefur stundað hlaup í rúman áratug og lokið fjölmörgum maraþonum og lengri utanvegahlaupum með góðum árangri. Hún er annar höfundur bókarinnar Út að hlaupa …

Skipulagsauglýsing – 2018-12-20

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögu: Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi – Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Markmið breytinganna er að sameina lóðir 57 – 59 í eina lóð m.t.t. eignaskiptasamninga. Einnig að leyfa útakstur frá bílaplani lóðar nr. 57 – 59 að Kveldúlfsgötu um skábraut, þar sem vinstri beygja verði …

Samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fjárheimildir fyrir árið 2019 og fjárhagsáætlun fyrir árin 2020 – 2022 á fundi sínum þann 13. desember. Helstu niðurstöður fyrir fjárheimilda fyrir árið 2019 eru sem hér segir: Heildartekjur samstæðu A+B hluta á árinu 2019 eru áætlaðar 4.348 m.kr. Heildargjöld eru áætluð 4.082 m.kr. Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 3.935 m.kr. og heildarútgjöld eru áætluð 3.711 m.kr. …

Frístund í Borgarnesi – starfsfólk vantar

Frístund í Borgarnesi Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í frístund í Borgarnesi Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá kl. 13:00-16:00 tvo til fimm virka daga vikunnar.   Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina börnum í leik og starfi. Skipulagning á faglegu frístundarstarfi Samvinna við börn og starfsfólk Samskipti og samstarf við …

Laust starf í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi

Karlmaður óskast í 100% starf við Íþróttahúsið í Borgarnesi frá 1. Janúar 2019 Vinnutími samkvæmt núgildandi vaktaplani Starfið felst í öryggisgæslu við sundlaug, afgreiðslustörf, aðstoð við viðskiptavini og þrif. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri Standast hæfnispróf sundstaða Með góða þjónustulund Umsóknafrestur er til 21. desember 2018 Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir ingunn28@borgarbyggd.is Umsækjendur eru beðnir um …