Á skrifstofu byggingarfulltrúa er sjaldnast lognmolla. Verkefnin eru fjöldamörg og dreifð um allt sveitarfélagið. Í Borgarbyggð eru skráð yfir 1.300 sumarhús og mikill fjöldi til viðbótar í byggingu eða unnið að endurbótum þeirra. Auk þess er héraðið blómlegt landbúnaðarsvæði og mikið um nýbyggingar í sveitum eða endurbætur á landbúnaðartengdu húsnæði. Breytingar og endurbætur á húsnæði tengdu ferðaþjónustu hafa einnig verið …
Signý María frá Óðal komst áfram í undankeppni Samfés.
Miðvikudaginn 19.febrúar fóru sextíu vösk ungmenni úr Borgarbyggð til Ólafsvíkur að horfa á undankeppni Vesturlands fyrir söngvakeppni Samfés. Óðal sendi tvö atriði en það voru þau Reynir Jóngeirsson sem tók lagið Draumur um Nínu og svo Signý María Völundardóttir sem söng lagið Make you feel my love með Adele. Signý María komst áfram ásamt tveimur strákum sem sungu frumsamið rapplag …
Lífshlaupið
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig …
Slýdalstjörn til leigu
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn sem er inn af Hraundal, nálægt Rauðkúlum á afrétti Álfthreppinga í Borgarbyggð. Tjörnin er um 8,7 ha. að stærð og þar hefur verið nokkur silungsveiði. Akvegur er langleiðina að tjörninni og ekið er inn Grenjadal. Tjörnin verður leigð til og með árinu 2023 ef viðunandi tilboð fást. Í tilboði skal koma fram …
Ljósleiðari í Borgarbyggð
Opinn kynningarfundur um lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð verður haldinn í Logalandi í Reykholtsdal miðvikudaginn 20. Febrúar n.k. kl. 20:00. Til fundarins mæta Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri og Guðmundur Daníelsson ráðgjafi Borgarbyggðar við lagningu ljósleiðara. Fundarefni: 1. Kynning á stöðu ljósleiðaraverkefnisins og næstu áfangar 2. Almennar umræður og fyrirspurnir Allir áhugasamir velkomnir. Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri
Fjarskiptasjóður úthlutar styrkjum til lagningu ljósleiðara
Stjórn Fjarskiptasjóðs úthlutaði í gær á fundi sínum styrkjum til sveitarfélaga vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2020. Fyrirkomulag úthlutunar styrkja sjóðsins í þetta sinn er á þann veg að sveitarfélögin fá úthlutað styrkjum fyrir næstu þrjú ár þannig að nú liggja fyrir fjárhagslegar upplýsingar til að skipuleggja verkið til enda. Í Borgarbyggð eru rúmlega 500 styrkhæfir tengistaðir. Lagning ljósleiðara í Borgarbyggð …
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019 og skal umsóknum skilað til fjármálastjóra. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi í …
Norðurlandamót ungmenna í skák í Borgarnesi
Norðurlandamót ungmenna í skák 11 – 20 ára var sett í Hótel Borgarnesi nú í morgun. Keppendur eru frá Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, 10 frá hverju landi eða samtals 60. Alls eru það á annað hundrað gestir sem dvelja í Borgarnesi yfir helgina í tengslum við mótið. Það verður teflt í dag, föstudag, laugardag og sunnudag. Það …
Miltisbrunagrafir í Borgarbyggð
Undanfarin ár hefur Sigurður Sigurðarson dýralæknir, ásamt konu sinni Ólöfu Erlu Halldórsdóttur, unnið að því hörðum höndum að safna saman upplýsingum um hvar miltisbrunagrafir sé að finna á Íslandi, þ.e.a.s. staði þar sem dýr sem drápust úr miltisbrandi voru grafin. Sýkillinn sem veldur miltisbruna/miltisbrandi myndar dvalargró og lifir nær endalaust niðri í jörðinni og getur þannig valdið nýju smiti komist …