Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn sem er inn af Hraundal, nálægt Rauðkúlum á afrétti Álfthreppinga í Borgarbyggð.
Tjörnin er um 8,7 ha. að stærð og þar hefur verið nokkur silungsveiði. Akvegur er langleiðina að tjörninni og ekið er inn Grenjadal. Tjörnin verður leigð til og með árinu 2023 ef viðunandi tilboð fást.
Í tilboði skal koma fram leigugreiðsla á ári. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skilað merkt „Slýdalstjörn tilboð“ fyrir klukkan 11:00 föstudaginn 8. mars 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, 310 Borgarnes þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðum er einnig hægt að skila á netfangið eirikur@borgarbyggd.is fyrir þann tíma.
Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs.