Mikið menningarframboð verður í Safnahúsi í vikunni. Fimmtudaginn 14. mars verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns kl. 10.00, þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda. Sama dag kl. 19.30 flytur Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor fyrirlestur um skáldið og Borgfirðinginn Þorstein frá Hamri. Laugardaginn 16. mars kl. 13.00 verður svo opnuð sýning á verkum Josefinu Morell, sem er ung borgfirsk myndlistarkona af …
Umferðaröryggi á Borgarbraut
Lögreglan hefur um langt skeið haft áhyggjur af of miklum umferðarhraða á Borgarbrautinni í Borgarnesi. Í því sambandi hefur hún helst bent á kaflann frá Böðvarsgötu niður að Egilsgötu. Á skólatíma er til að mynda mikil umferð gangandi vegfarenda á þessum slóðum. Sökum þess er til að mynda höfð sérstök gangbrautarvarsla við tónlistarskólann á morgnana til að tryggja öryggi skólabarna. …
Furðuverur í Borgarnesi á Öskudaginn
Víða mátti sjá börn og fullorðna klædda sem furðuverur á öskudaginn í Borgarnesi. Öskudagurinn er einn af uppáhaldsdögum margra og var tekið fagnandi á móti syngjandi börnum og ungmennum í fyrirtækjum og stofnunum. Samkvæmt Vísindavefnum er Öskudagur upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur …
Svæðislandvörður á Vesturlandi
Í byrjun febrúar síðastliðins var staða svæðislandvarðar Vesturlands gerð að heilsársstöðu og Þórhildur María Kristinsdóttir ráðin í starfið. Aðsókn ferðamanna á Vesturland hefur aukist verulega undanfarin ár og full þörf var talin á að sinna svæðinu allt árið. Störf landvarða heyra undir Umhverfisstofnun og eru þau mikilvægur þáttur í því að fylgjast með breytingum sem verða á náttúrunni og að …
Jacek Tosik heimsækir Borgarnes
Fimmtudaginn 7. mars næstkomandi er von á góðum gestum í Borgarnes, Jacek Tosik-Warszawiak mun ásamt nemendum sínum flytja pólsk einleiksverk og fjórhent píanóverk. Jacek er Borgfirðingum að góðu kunnur, hann bjó í Borgarnesi og kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar á árunum 1992-2001. Hann starfar nú við tónlistarkennslu og tónleikahald í Póllandi og víðar. Á tónleikunum mun Hanna Ágústa Olgeirsdóttir einnig syngja …
Hvítárbrúarsýning í safnahúsi
Laugardagsopnun verður á Hvítárbrúarsýningunni í Safnahúsinu laugardaginn 2. mars n.k. kl. 13-16. Helgi Bjarnason verður á staðnum og veitir leiðsögn. Helgi átti á sínum tíma frumkvæði að þessu verkefni og annaðist efnisöflun, ritun og val á ljósmyndum fyrir sýninguna. Eru honum þökkuð vönduð og góð störf. Sýningin var opnuð á 90 ára afmælisdegi brúarinnar 1. nóvember 2018 og aðsóknin hefur …
Kvartlaus mars í Andabæ!
Kvartlaus mars í Andabæ!! Starfsfólk leikskólans Andabæjar á Hvanneyri tekst á við áhugaverða áskorun í mars: VIÐ SKÖPUM OKKAR EIGIN HAMNINGJU! ÞORIR ÞÚ?? Ertu til í smá áskorun? Kvartlausan mars! Starfsfólk Andabæjar ætla að taka kvartlausan mars og er þetta í þriðja sinn sem kvartlaus mánuður er tekinn í Andabæ. Áskorunin felur í sér að hætta að kvarta og baktala. …
Lokun skrifstofu
Vegna upptöku í ráðhúsinu á sjónvarpsþáttum verður skrifstofa Borgarbyggðar lokuð frá kl. 12 föstudaginn 1. mars.
Stuðningsfjölskyldur
Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum. Þeir sem …
Gátan leyst í Ráðhúsinu ?
Efnisveitan Netflix hefur samið við RÚV og framleiðslufyrirtækin Mystery og Truenorth um sýningarrétt á sjónvarpsþáttaröðinni The Valhalla Murders. Er þetta í fyrsta sinn sem Netflix gerir samning um framleiðslu og fjármögnun á leiknum íslenskum sjónvarpsþáttum. Þættirnir verða á íslensku, þrátt fyrir enskan titil, og segja frá því þegar þriðja manneskjan finnst myrt í sömu vikunni og rennur upp fyrir lögreglu …