Starf verkefnisstjóra í Safnahúsi

Starf  verkefnisstjóra Safnahúsið hefur auglýst eftir umsóknum um starf verkefnisstjóra og óskast umsóknir sendar inn fyrir 4. apríl n.k.  Verkefnisstjóri vinnur fjölbreytt störf s.s. við móttöku, flokkun og skráningu muna/skjala, rannsóknir og heimildaöflun. Hann annast eftirlit með safngripum, tiltektir, flutninga gripa/gagna o.fl. Einnig tilfallandi verkefni s.s. móttöku gesta, sýningavörslu og að einhverju leyti afgreiðslu á bókasafni. Er starfið auglýst til …

Ég á bara eitt líf

Forvarnafyrirlestrar á vegum minningarsjóðs Einars Darra verða haldnir í vikunni. Á þriðjudag 19.3. verður fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans og foreldra. Fyrirlesturinn verður haldinn í 10. bekkjar stofunni og hefst kl. 20:00. Á miðvikudaginn kl. 8:30 verður fyrirlestur fyrir 9. og 10. bekk í 10. bekkjar stofu og kl. 9:30 fyrir 7. og 8. bekk í Mjólkursamlaginu.   Með …

Lokun á Borgarbraut

Borgarbrautin er lokuð á móts við Borgarbraut 1-3 fram eftir degi í dag, mánudag, vegna framkvæmda. Eins verður Digranesgötunni lokað frá Arionbanka niður að Bónus miðvikudaginn 20. mars frá kl. 9:30 – 15.

Kynningar- og samráðsfundur Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun stendur fyrir kynningar- og samráðsfundum um landið og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að koma og kynna sér hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu og taka þátt í umræðum um æskilegar áherslur og aðgerðir í landsskipulagsstefnu varðandi loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Haldinn verður kynningar- og samráðsfundur í Hjálmakletti Borgarnesi 18. mars kl. 15-17. Dagskrá fundar …

Frístund í Borgarnesi

Óskað er eftir frístundaleiðbeinanda í frístund í Borgarnesi  Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá kl. 13:00-16:00, þriðjudaga og miðvikudaga. Helstu verkefni og ábyrgð: Leiðbeina börnum í leik og starfi Skipulagning á faglegu frístundastarfi Samvinna við börn og starfsfólk Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma …

Stöðuleyfi – fréttaskot

Byggingarfulltrúa berast reglulega fyrirspurnir frá aðilum sem íhuga að setja tímabundið niður gáma eða aðra lausafjármuni utan skipulagðra gámasvæða. Sækja þarf um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan slíkra svæða: a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum (ætlað er til flutnings) og …

Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar

Starfsfólk óskast við sundlaugar Borgarbyggðar: í Borgarnesi frá 31. maí til 31. ágúst. Almenn vaktavinna sem skiptist í morgun-, kvöld og dagvaktir. Unnið er þriðju hverja helgi. á Kleppjárnsreykjum frá 1. júní til 18. ágúst. 100% starf. Unnið í fimm daga og frí í tvo daga. á Varmalandi frá 1. júní til 18. ágúst. 100% starf. Unnið í fimm daga …

Gunnlaugsgata 21b í Borgarnesi.

Borgarbyggð óskar eftir tilboði í húsið við Gunnlaugsgötu 21b í Borgarnesi,  til brottflutnings eða niðurrifs og brottflutnings. Timburhús á steyptum sökkli, kjallari, hæð og ris samtals 124 ferm (hæð 59m2, ris 12,7 m2).    Óskað er eftir tilboðum í eignina og er tilboðsfrestur til 12.4. 2019. Húsið er í útleigu fram til 6.5.2019. Húsið skal fjarlægt í síðasta lagi 10.júní …

Sveitarstjórnarfundur nr. 181 -fundarboð

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 181. FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 14. mars 2019 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 14.2.                                  (180) Fundargerðir byggðarráðs 21.2, 28.2, 7.3,                   (480, 481, 482) Fundargerð fræðslunefndar 21.2                                  (177) Fundargerð umhverfis – skipulags – og landb.n. 6.3   (75) Fundargerð velferðarnefndar …

Bætt ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða í Borgarbyggð

Umhverfisstofnun kynnti nýverið ástandsmat áfangastaða innan friðlýstra svæða árið 2018. Þar er fjallað um ástand þekktra áfangastaða víðs vegar um landið sem eru undir álagi vegna gestasóknar. Ánægjulegt er að geta þess að svæði innan Borgarbyggðar eru innan ásættanlegra marka, og ekkert þeirra friðlýstu svæða sem eru innan sveitarfélagsins lendir á appelsínugulum eða rauðum lista. Mesta athygli vekur að Grábrók er …