Rafmagn og ljósleiðari

Rarik hóf lagningu þriggja fasa rafmagnsstrengs niður að Leirulæk, Leirulækjarseli og Lambastöðum á Mýrum í gær. Jafnhliða verður ljósleiðararör plægt niður.   Verktaki er Þórarinn Þórarinsson og vinnuflokkur RARIK í Borgarnesi annast verkeftirlit og tengingar. Ef allt gengur að óskum er áætlað að háspennustrengurinn verði kominn að Lambastöðum í næstu viku.   …

Afsláttur af gatnagerðargjöldum

Byggðarráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum þann 2. maí að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af íbúðarhúsnæði og 100% afslátt af lóðargjöldum til að hvetja til byggingarframkvæmda í sveitarfélaginu. Afslátturinn mun gilda allt árið 2019 og kemur því til ívilnunar fyrir þá sem hafa þegar fengið úthlutað á árinu 2019. Afslátturinn tekur til allra lóða sem þegar eru tilbúnar til …

Sölutjöld 17. júní

Opnað hefur verið fyrir umsóknir söluaðila vegna sölutjalda á 17. júní í Skallagrímsgarði.  Íþrótta- og æskulýðsfélög í Borgarbyggð sem bjóða upp viðurkennt starf fyrir börn og unglinga geta sótt um að vera með sölutjald á 17. júní í Skallagrímsgarði. Umsókn skal senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is þar sem tilgreindur er sá varningur sem seldur verður. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 20. maí.

Hreinsunarátak

Nú er hafið hreinsunarátak í þéttbýli og eru íbúar í óða önn að hreinsa til og gera snyrtilegt í kringum sig. Þessa vikuna eru gámar staðsettir í minni þéttbýliskjörnum, og í næstu viku verða gámar í Borgarnesi.   Skólar í sveitarfélaginu hafa á undanförnum árum tekið virkan þátt í hreinsun umhverfisins með ruslatínslu í nærumhverfinu. Mynd með …

Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 180 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu frá og með 1. ágúst 2019 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga.  Umsóknarfrestur er til  …

Matráður við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

Laust er til umsóknar starf matráðs við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild tímabundið næsta skólaár. Um er að ræða 100% starf á starfstíma skólans. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði, árangur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. …

Nýr starfsmaður í Safnahúsi

Nýlega var auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Safnahúsi í stað Halldórs Óla Gunnarssonar sem hætti störfum þar nýverið. Hefur Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir verið ráðin í starfið. Hún á að baki fjölbreytt nám og starf og er að ljúka MA námi í safnafræði við Háskóla Íslands, útskrifast með viðbótardiplóma þaðan í vor.  Hún er einnig með MFA gráðu frá listaháskólanum Villa Arson …

Hundagerði lokað vegna námskeiðs

Hundagerðið í Borgarnesi verður lokað almenningi, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 18:30 og 19:30 vegna hundanámskeiðs, frá 2.maí  til og með 23. maí. Vinsamlega takið tillit til þessa.

Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu.

Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu.   Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu standa fyrir áhugaverðu íbúaþingi mánudaginn 6 maí 2019  undir yfirskriftinni Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu.  Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl.13.00 og mun standa til kl.16.00.   Markmiðið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til …