Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var rætt um gosið í Grímsvötnum. Gosinu virðist vera lokið en engin gosvirkni hefur sést á mælum Veðurstofunnar frá því á laugardagsmorgun kl. 07.00. Gríðarlegt öskufall varð í sveitunum í kring og álag mikið á íbúa. Mikil vinna hefur verið við hreinsunarstarf og enn er mikið starf óunnið. Björgunarsveitarmenn úr Borgarfirði og nemendur …
Leikskólakennari
LEIKSKÓLAKENNARA VANTAR Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru laus staða leikskólakennara frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara. Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Menntunar- og hæfniskröfur leikskólakennara: · Leikskólakennaramenntun · Færni …
Myndlistarnámskeið
MYNDLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR 8-10 ÁRA BÖRN Dagana 20.-25. júní verður haldið myndlistarnámskeið í Borgarnesi fyrir börn fædd 2001,2002 og 2003. Viðfangsefnið er „Víkingar í Borgarnesi“. Námskeiðsgjald er kr. 5000. Upplýsingar og skráning hjá Úllu Pedersen í síma 865 01 48.
Ársreikningur Borgarbyggðar 2010
Á fundi sínum þann 12. maí síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2010. Áhugasamir geta kynnt sér ársreikninginn hér og sundurliðanir hér.
Séra Magnús í Safnahúsi Borgarfjarðar
Um hundrað afkomendur og tengdafólk séra Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka voru meðal þeirra sem mættu þegar opnuð var heimildasýning um hann í Safnahúsi. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalsafns Borgarfjarðar og er framlag Borgarbyggðar til dagskrár afmælisárs Jóns Sigurðssonar. Sýningin hefur hlotið heitið Séra Magnús og má sjá nánar um hana með því að smella …
Starf í heimilishjálp
Starfsmaður óskast í heimilishjálp nú þegar. Um er að ræða ca. 50% starf við afleysingar í sumar. Möguleiki á áframhaldandi starfi. Upplýsingar veita Elín Valgarðsdóttir s: 8401525 og Hjördís Hjartardóttir s: 4337100
Starfsmannastefna, siða- og innkaupareglur
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir starfsmannastefnu, siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og innkaupareglur. Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. maí s.l. var samþykkt starfsmannastefna fyrir Borgarbyggð, en vinna við gerð stefnunar hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Drög að stefnunni voru kynnt fyrir starfsfólki sveitarfélagsins og tóku drögin nokkrum breytingum eftir þá kynningu. Í starfsmannastefnu er farið yfir ýmsa þætti s.s.; ráðningarréttindi, starfsþróun, …
Opnunartími og gjaldskrá í allar laugar á vegum Borgarbyggðar
Gjaldskrá í allar laugar á vegum Borgarbyggðar Fullorðnir 480 kr. Börn 200 kr. Aldraðir 200 kr. Opnunartími sundlaugarinnar að Varmalandi frá 1. júní til 14. ágúst: Lokað þriðjudaga. Mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 12 – 18. Föstudaga kl. 12 – 21. Laugardaga og sunnudaga kl. 11 – 18. Öryrkjar 200 kr Opnunartími sundlaugarinnar í Borgarnesi: Kl. 6.30 – 21 …
Starf fjármálafulltrúa laust til umsóknar
Starf fjármálafulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. maí n.k. Helstu verkefni fjármálafulltrúa eru: Umsjón með fjármálum sveitarfélagsins Gerð greiðsluáætlana Samskipti við bankastofnanir Gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim Umsjón með innheimtu Umsjón með innkaupum Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfinu en góð reynsla af sambærilegu starfi kemur einnig til greina Þjónustulund, …
Forvarnafundur í Þinghamri
Þriðjudagskvöldið 17. maí kl. 20:00 verður haldinn fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn í Þinghamri. Hliðstæður fundur var haldinn í Borgarnesi í apríl. Á dagskrá fundarins verða: 1. Vísbendingar um kannabisnotkun, neyslutól og fíkniefnahundurinn Tíri 2. Cannabis- efni, áhrif og afleiðingar 3. Forvarnir – hvaða leiðir hafa skilað árangri? 4. Umræður. Foreldrum er bent …