Forvarnarstefna Borgarbyggðar

  Á fundi sínum, þriðjudaginn 18. október síðastliðinn, samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar forvarnarstefnu í málefnum barna, unglinga og ungmenna. Forvarnarstefnan á að vera lifandi og virk á hverjum tíma og verður endurskoðuð árlega. Forvarnarstefnuna má sjá hér.  

Málverk Einars Ingimundarsonar í Safnahúsi

Ein mynda Einars Ingimundarsonar málara hefur nú verið hengd upp í anddyri Safnahúss þar sem einnig er gerð grein fyrir höfundi hennar í nokkrum orðum. Þetta er liður í að miðla merkum safnkosti Listasafns Borgarness með tímabundnum örsýningum. Mynd Einars er máluð ofarlega í Húsafellslandi og sýnir landslagið í nágrenni Kaldadals, tignarlega jökla og fjöll. Staðhættir og sögulegar heimildir voru …

Egilsgata lokuð

Vegna malbikunarframkvæmda verður Egilsgötu lokað tímabundið eða frá því seinni partinn í dag og fram eftir degi á morgun (lokað Skúlagötumegin). Leiðin frá „rakarahorni“ inn Egilsgötu og upp Bröttugötu verður opin eftir sem áður. Umhverfis- og Skipulagssvið  

Niðurstöður rannsókna á vímuefnaneyslu kynntar

Til foreldra og forráðamanna Kynning á niðurstöðum rannsókna á vímuefnaneyslu meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar fer fram miðvikudaginn 19. október kl. 17.00 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga, kynnir niðurstöðurnar og fjallar um áhrifavalda á vímuefnaneyslu ungs fólks. Fundarboðendur eru Menntaskóli Borgarfjarðar og grunnskólar Borgarbyggðar.  

Þér er boðið á opið hús

Tilkynning frá leikskólanum Hnoðrabóli: Leikskólinn Hnoðraból heldur upp á 25 ára afmælið sitt með opnu húsi fimmtudaginn 20. október kl. 13.30-15.30. Þann dag bjóða börn, starfsfólk og foreldrar, alla þá sem vilja koma og þiggja veitingar í tilefni dagsins og skoða sýningu á verkum barnanna, velkomna á Hnoðraból. Hlökkum til að sjá ykkur öll kæru sveitungar, gamlir nemendur, starfsfólk og …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2011

Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar, Ragnar Frank Kristjánsson, afhenti umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar á sviðinu í Skallagrímsgarði í Borgarnesi á Sauðamessu kl. 15 í dag,þann 15. október 2011. Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar eru veittar árlega og auglýst er eftir tilnefningum á hverju vori. Umhverfis- og skipulagsnefnd fer yfir tilnefningar og ákveður hverjir hljóta viðurkenningarnar hverju sinni. Að þessu sinni bárust í allt 13 tilnefningar. …

Sauðamessu-sýning Klettaborgar í Hyrnutorgi

Að undanförnu hefur verið unnið með verkefni tengd sauðkindinni á eldri deildum leikskólans Klettaborgar. Áhugi barnanna er mikill sem bæði hefur birst í verkefnum og í frjálsa leiknum þar sem t.d. eru búnar til réttir, dregið í dilka o.fl. Hluti af verkefnunum eru nú til sýnis í Hyrnutorgi.    

Stefnumótun í tómstundamálum

  Tómstundanefnd Borgarbyggðar vinnur að stefnumótun í tómstundamálum og kallar á íbúa til að taka þátt. Nú er komið að öðrum hluta í þessu verkefni. Búið er semja drög að stefnumótun með því að setja hugmyndir sem komu af íbúafundi í samfelldan texta og óskar nefndin eftir því að íbúar komi með fleiri hugmyndir eða athugasemdir. Hér má nálgast drögin. …

Lausar iðnaðarlóðir í Borgarnesi

Í Borgarnesi eru lausar til umsókna 18 iðnaðar- og athafnalóðir við Sólbakka og Vallarás. Stærðir lóðanna eru á bilinu frá 3.500 til 11.800 m2. Nánari upplýsingar um lóðirnar má fá hjá Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar í síma 433 7100. Sjá yfirlitsmynd hér.  

Styttist í malbikið

Vinna er nú í fullum gangi við göturnar Birkiklett og Fjóluklett í Borgarnesi. Verið er að undirbúa göturnar fyrir malbikun en stefnt er að því að malbika þessar tvær götur á næstu dögum. Það er fyrirtækið Borgarverk sem annast framkvæmdina. Myndina tók Jökull Helgason.