Veittir eru styrkir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000 með síðari breytingum.
Rafrænar umsóknir um styrki er hægt að fylla út á Bændatorginu (www.bondi.is) og umsóknarfrestur er til 15. mars 2015. Með
umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun.
Rafrænt umsóknarform verður opnað þriðjudaginn 24. febrúar nk. Reglugerð er að finna á Bændatorginu.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún S. Sigurjónsdóttir í síma 563 0300 og á gss@bondi.is
Aðeins er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið.