Viðurkenning frá slökkviliðinu

febrúar 15, 2012
Í tengslum við 112 daginn þann 11. febrúar var dregið úr réttum innsendum lausnum í eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna, en fyrir hver jól er í gangi átak LSS og slökkviliða landsins og er átakinu beint að öllum 8 ára börnum í grunnskólum landsins. Í átakinu er farið yfir þær hættur sem geta skapast við eldsvoða og hvernig eigi að bregðast við þeim. Katrín Súsana Björnsdóttir sem búsett er á Bifröst og er nemandi í 3 bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi var ein af þeim fjölmörgu heppnu börnum hér á landi sem dregin voru úr pottinum með réttar lausnir í getrauninni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Katrínu Súsönu og Bjarna K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóra er hann afhenti henni verðlaunin frá Landssambandi slökkviliðs-og sjúkraflutninjgamanna.
 
 

Share: