Afreksmannasjóður UMSB – 2010-02-10

febrúar 10, 2010
Ungmennasamband Borgarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afreksmannasjóði UMSB. Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Eingöngu félagar innan aðildarfélaga UMSB geta fengið styrki úr sjóðnum.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. mars 2010 undirritaðar af formanni viðkomandi aðildarfélags, ásamt greinargerð um afrek einstaklingsins sem sótt er fyrir.
Umsóknirnar berist til UMSB, Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi.
 
 

Share: