Borgarbyggð og byggingarfyrirtækið Hoffell ehf. undirrituðu á síðasta ári viljayfirlýsingu vegna samstarfs um óhagnaðardrifið íbúðarhúsnæði. Byggðaráð og sveitarstjórn lýstu formlega yfir vilja til samstarfs í apríl s.l. og skuldbundu sig til þess að kaupa eina íbúð af átta.
Forsaga málsins er að Hoffell ehf. hyggst setja á stofn óhagnaðardrifið leigufélag sem byggir og leigir út íbúðir á lóðinni Brákarsund 5 og í framhaldi 1-3, alls átta íbúðir.
Markmið samstarfsins er að styðja við frekari uppbyggingu á leiguíbúðum í sveitarfélaginu og er því ánægjulegt að greina frá því að í febrúar s.l. undirrituðu Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri og Júlíus Þór Júlíusson, f.h. Hoffell ehf., kaupsamning um kaup á íbúð í umræddum íbúðakjarna.
Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir á komandi vikum og áætluð verklok eru fyrir árslok 2021.
Mikil húnsæðisþörf er í sveitarfélaginu og því ánægjulegt fyrir Borgarbyggð að geta komið að þessu verkefni.