Nú er hægt að sækja um sorpílát á heimasíðu Borgarbyggðar

febrúar 8, 2021
Featured image for “Nú er hægt að sækja um sorpílát á heimasíðu Borgarbyggðar”

Vakin er athygli á því að nú er hægt að sækja um sorpílát inn á heimasíðu Borgarbyggðar.

Greina skal frá ástæðu umsóknar og velja stærð íláta við heimili.

Almennt eru ílát við heimili í þéttbýli 240 L. Græna karið í dreifbýli er 660 L. og brúna tunnan er alltaf 140 L. Stærstu ílátin 1100 L og eru gjarnan við fjölbýlishús og stofnanir.

Þegar sótt er um aukaílát, bætist við kostnaður samkvæmt gjaldskrá.

Með þessu móti er verið að gera umsóknarferlið einfaldara og aðgengilegra fyrir íbúa sem óska eftir sorpílátum.

Rafrænt umsóknarferli er að finna hér.

 


Share: