Drífa Gústafsdóttir og Guðný Elíasdóttir ráðnar á stjórnsýslu- og þjónustusvið

nóvember 12, 2020
Featured image for “Drífa Gústafsdóttir og Guðný Elíasdóttir ráðnar á stjórnsýslu- og þjónustusvið”

Borgarbyggð hefur ráðið Drífu Gústafsdóttur og Guðnýju Elíasdóttur til starfa á stjórnsýslu- og þjónustusviði sveitarfélagsins.

Drífa hefur verið ráðin í starf skipulagsfulltrúa. Drífa er með með IMPA vottun í verkefnastjórnun, meistaragráðu í skipulagsfræði og B.Sc. gráðu í umhverfisskipulagi. Undanfarin ár hefur hún gegnt stöðu skipulagsfræðings hjá Landmótun ásamt því að sinna stundakennslu við LBHÍ.

Guðný hefur verið ráðin deildarstjóri byggingar-og skipulagsmála. Guðný er menntuð byggingarfræðingur og hefur undanfarin ár verið byggingarfulltrúi og yfirmaður tæknisviðs hjá Hvalfjarðarsveit. Þar áður var hún verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað, Vinnumálastofnun og Rauða krossi Íslands.

Drífa og Guðný taka til starfa á nýju ári.


Share: