Starf gæða- og mannauðsstjóra laust til umsóknar

nóvember 13, 2020
Featured image for “Starf gæða- og mannauðsstjóra laust til umsóknar”

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.

Í þeirri vegferð sem fram undan er ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði  að framúrskarandi þjónustu og öflugu vinnuumhverfi.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Framkvæmd starfsmannastefnu sveitarfélagsins.
  • Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda í mannauðsmálum og undirbúningur reglna og leiðbeininga til að gæta jafnræðis, svo sem ráðningaferli, móttaka starfsmanna og starfslok.
  • Uppsetning, útfærsla og innleiðing gæðakerfis og daglegur rekstur þess.
  • Afmarka þá ferla sem eru nauðsynlegir fyrir gæðakerfi og forgangsraðar þeim. Stýrir vinnu við gerð ferla og gæðakerfis í samstarfi við hlutaðeigandi aðila hverju sinni.
  • Vaktar, mælir og greinir ferla og hefur yfirumsjón með eftirliti með ferlum.
  • Ákvarðar hvaða árangursmælingar skulu framkvæmdar.
  • Framkvæmir innri úttektir, svo sem starfsmannakannanir og árangursmælingar og fleiri þætti til að framfylgja stefnum sveitarfélagsins.
  • Vinnur að úrbótum og eftirfylgni.
  • Vinnur að þjónustuþróun og innleiðingu notendamiðaðrar þjónustuhönnunar.
  • Vinnur að innleiðingu teymisvinnu í sveitarfélaginu.
  • Þátttaka í stefnumótunarvinnu og vinnuhópum á vegum sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra.

Menntun og hæfniskröfur

  • Krafist er háskólamenntunar sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun í verkefna-, gæða- eða mannauðsstjórnun eða sambærilegum greinum æskileg.
  • Marktæk reynsla af gæða- og mannauðsmálum nauðsynleg.
  • Reynsla af rekstri gæðastjórnunarkerfa, mótun verkferla, innleiðingu og umbótastarfi nauðsynleg.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þekking og/eða reynsla af úrvinnslu tölfræðilegra gagna.
  • Reynsla af teymisvinnu, stefnumótun og breytingastjórnun er kostur.
  • Sjálfstæði í störfum, faglegur metnaður, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
  • Rík þjónustulund
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.

Umsóknir skal senda á netfangið atvinna@borgarbyggd.is.

Öllum umsóknum verður svarað.

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfssvið: Skrifstofa sveitarstjóra

Umsóknarfrestur er til og með: 28. nóvember n.k.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri – sveitarstjori@borgarbyggd.is – 433-7100

 


Share: