Þann 13. apríl s.l. staðfesti heilbrigðisráðherra tillögu sóttvarnalæknis að aflétta ákveðnar takmarkanir á samkomubanni eftir 4. maí. Nú liggur fyrir hvaða áhrif þessar afléttingar hafa á starfsemi og þjónustu í Borgarbyggð.
Athugið að hér er einungis átt við aðgerðir eftir 4. maí en fram að þeim tíma verður þjónusta og starfsemi Borgarbyggðar með sama hætti og hefur verið undanfarnar vikur.
Almenna breytingin felst í því að 50 manns mega koma saman í stað 20 manns áður. Þó skal ávallt gæta þess að halda tveggja metra fjarlægð milli manna.
Skólahald
- Skólastarf verður með eðlilegum hætti í leik- og grunnskóla.
- Starfsemi Frístundar verður með eðlilegum hætti.
- Starfsemi Tónlistarskólans verður með eðlilegum hætti.
- Verið er að útfæra skipulagt íþróttastarf þar sem enn verða takmarkanir á þeirri starfsemi og óheimilt er að nota inniaðstöðu eins og búningsklefa, sturtuklefa o.þ.h.
Íþróttamiðstöðvar
- Íþróttamiðstöðvarnar í Borgarbyggð verða áfram lokaðar um óákveðin tíma að beiðni heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis.
Safnahúsið
- Starfsemi verður með eðlilegum hætti.
Aldan
- Starfsemi verður með eðlilegum hætti bæði í dósamóttökunni og hæfingu þó með takmörkunum þar sem nauðsynlegt er að halda tveggja metra fjarlægð og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að tryggja smitvarnir.
Félagsstarf aldraða
- Starfsemin mun opna með takmörkunum. Opið verður frá kl. 13:00-16:00.
- Hámarksfjöldi í hverju rými verður 20 manns.
- Gætt verður að handþvotti, sóttvörnum og tveggja metra fjarlægðartakmarkanir virtar í hvívetna.
Athugið að ekki undir neinum kringumstæðum má koma í félagsstarfið ef einstaklingar eru í sóttkví, í einangrun, hafa verið í eingangrun vegna Covid-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift, eru með einkenni Covid- 19 (kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverki, þreyta, kviðverki, niðugangur o.fl.)
Hádegismatur verður áfram sendur heim í maímánuði.
Ráðhús
- Hefðbundin starfsemi líkt og hefur verið en áfram talið æskilegt að íbúar noti tölvupóst og síma til þess að minnka snertifleti.
Borgarbyggð vill biðja íbúa um að sofna ekki á verðinum þrátt fyrir afléttingar og hafa í huga að enn er ætlast til þess að einstaklingar virði fjarlægðarmörkin, þvo hendurnar og sótthreinsi snertifleti.
Næstu upplýsingar er að vænta í júní og þá mun liggja fyrir starfsemi stofnana fyrir sumarið.