Starf eldvarnareftirlitsmanns og varaslökkviliðsstjóra var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkru. Alls bárust fjórar frambærilegar umsóknir í starfið og þökkum við umsækjendunum fyrir sýndan áhuga á starfinu. Niðurstaðan að loknu ráðningarferli var að ráða Heiðar Örn Jónsson í starfið.
Heiðar Örn hefur lagt stund á nám í húsasmíði en er einnig menntaður atvinnuslökkviliðsmaður, með stjórnendaréttindi fyrir slökkvilið og sjúkra- og neyðarsjúkraflutningamaður og hefur unnið að slökkviliðs- og sjúkraflutningamálum frá árinu 2014.
Heiðar Örn hefur starfað sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu og sem neyðarflutningamaður við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áður starfaði Heiðar sem slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Borgarbyggðar, sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og sem smiður hjá EJI og Vörðufelli.
Aðrir umsækjendur um starfið voru:
- Bergur Már Sigurðsson
- Sigurður Þór Elísson
- Viktor Örn Guðmundsson
Heiðar Örn mun hefja störf um miðjan apríl nk.