Opinn samráðsfundur verður haldinn um íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð þriðjudaginn 13. febrúar kl.20:00 í Hjálmakletti
Dagskrá:
Mikilvægi stefnumótunar í íþróttum og tómstundum
Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands
Umræður um skipulag íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð
Markmið samráðsfundarins er að leita svara við því hvernig staðið verði að fjölbreyttum íþróttum og tómstundum fyrir íbúa Borgarbyggðar
- Hvað er gott við skipulag íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð?
- Hvað má bæta í skipulagi íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð?
- Hvernig nýtum við sem best öll íþróttamannvirki í Borgarbyggð?
- Hvað getur þitt félag lagt að mörkum til að auka fjölbreytni í íþróttum og tómstundum fyrir íbúa Borgarbyggðar?
Fjölmennum og höfum áhrif!
Fræðslunefnd Borgarbyggðar
Stjórn UMSB