Í gær var undirritaður verksamningur við Íslenska Gámafélagið ehf. um sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð.
Samningurinn tekur gildi 1. september 2017 og gildir til 31. ágúst 2022.
Helstu breytingar með nýjum samningi felast í að aukin áhersla verður lögð á flokkun og ábyrga meðhöndlun úrgangs.
Borgarbyggð væntir góðs af samstarfi við Íslenska gámafélagið ehf.