Föstudaginn 30. september sl. felldi Óbyggðanefnd úrskurð sinn í umfjöllun um þjóðlendumál innan Borgarbyggðar.
Miðvikudaginn 16. nóvember n.k. kl. 20:00 verður haldinn fundur í Hjálmakletti um niðurstöður nefndarinnar. Til fundarins mætir Friðbjörn Garðarsson lögmaður sem fór með þann hluta málsins fyrir Borgarbyggð sem varðar svæði 1/2014 (land milli Hítarvatns og Fossdalsár í Mýrasýslu). Einnig mæta Ingi Tryggvason hrl. og Óðinn Sigþórsson en þeir unnu einnig að málarekstrinum fyrir Borgarbyggð.
Sveitarstjóri