Vetrarstarf hafið í Mími ungmennahúsinu í Borgarnesi.

ágúst 27, 2003
 
Fjölmenni var í Mími í gær þegar ný sjórn var kosin á fyrsta opnu húsi vetrarins.
Það kemur í hlut Gunnars Aðils Tryggvasonar, Margrétar Hildar Pétursdóttur
og Guðmundar Skúla Halldórssonar að leiða innra starfið í húsinu í vetur.
Eggert Sólberg Jónsson verður tengiliður við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi.
Helga Lind Pálsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður, en hún starfaði um skeið í Félagsmiðstöðinni Óðali s.l. vetur. Auk þess var hún flokkstjóri í vinnuskólanum í sumar.
Húsið verður opið þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 20.oo – 23.oo.
Starfsemi mótorhjólaklúbbs og spilaklúbbs verður í húsinu auk þess sem opnað verður á beinar útsendingar frá stórum íþróttaviðburðum öðru hvoru.
Viðræður standa nú yfir við Rauðakross Íslands um að Vesturlandsdeildin komi að starfseminni eins og hefur verið gert annarsstaðar en það myndi tvímælalaust efla starfsemina í húsinu.
 
Fulltrúi Mímis Eiríkur Sæmundsson fór nýlega í kynnisferð í öll ungmennahús landsins.
Ferðin var að frumkvæði Halldórs forstöðumanns Gamla Apóteksins á Ísafirði.( „Þjóðvegur 2“ ) Fulltrúar úr öllum ungmennahúsum landsins heimsóttu hús þar sem hafin er starfsemi og tóku hana út.
Ferðin hófst í Hinu húsinu Reykjavík. Farið var í heimsókn í Hvíta húsið Akranesi, Mími Borgarnesi og keyrt til Ísafjarðar og Gamla Apótekið þar skoðað. Því næst voru ungmennahús á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík
skoðuð. Hópur þessi náði einstaklega vel saman og var margt skemmtilegt gert í ferðinni fyrir utan það að skoða starfsemi ungmennahúsa eins og t.d. river rafting, kajaksiglingar, hvalaskoðun ofl. ( Sjá mynd af hópnum fyrir utan Gamla apótekið á Ísafirði ).

Um síðustu helgi stóð svo Rauði kross Íslands fyrir málþingi um ungmennahús landsins, framtíð þeirra og möguleika í starfsemi.
Þar kom fram að starfið sem unnið er í þessum húsum er jákvætt og eru mörg sveitarfélög nú að setja ungmennahús á laggirnar sem eðlilegt framhald félagsmiðstöðvarstarfs og vegna hækkunar á sjálfræðisaldri.
Víða eru atvinnuúrræði fyrir þennan aldurshóp hluti af starfi ungmennahúsanna.
Niðurstaða málþingsins var að stofna landsamtök ungmennahúsa og samræma skipurit þeirra og starfsemi.
Eiríkur Sæmundsson var fulltrúi Mímis á málþingi þessu og situr hann nú í stjórn landssamtaka ungmennahúsa fyrir okkar hönd.
 

Share: