Kaupfélagshúsin afhent

ágúst 28, 2003
Páll Brynjarsson bæjarstjóri tekur við lyklunum úr hendi Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóra
Í gær tók bæjarstjórn Borgarbyggðar formlega við húseignum við Skúlagötu í
Borgarnesi sem sveitarfélagið hefur keypt af Kaupfélagi Borgfirðinga. Húsin
sem um ræðir tilheyrðu byggingavörudeild KB sem hefur sem kunnugt er flutt sig um set að Snæfellsnesvegamótum. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við
húsið sem hýsti byggingavörudeildina enákveðið hefur verið að rífa gamla sláturhúsið svokallaða sem hýsti timbursöluna og stendur við
Brákarbrú.
 

Share: