Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Borgarnesi.

júlí 28, 2003
77. Meistaramót Íslands fór fram í Borgarnesi um helgina og tókst mótið vel, en það var í umsjón Ungmennasambands Borgarfjarðar.
Helstu afreksmenn mótins voru að öðrum ólöstuðum þau Jón Arnar Magnússon og Sunna Gestsdóttir, en Jón Arnar sigraði í öllum sex einstaklingsgreinum sem hann tók þátt í, auk þess sem hann var í sigursveit Breiðabliks í báðum boðhlaupum.
Sunna Gestsdóttir sigraði í öllum fjórum einstaklingsgreinum sem hún tók þátt í og var auk þess í sigursveit UMSS í 4x100m boðhlaupi.
Sunna stökk 17 sm yfir íslandsmeti sínu í langstökki 6.47 metra, en því miður var meðvindur örlítið yfir leyfilegum mörkum til að sá árangur fáist staðfestur, eða 2.1 m/s (má vera 2.0 m/s).
Fríða Rún Þórðardóttir ÍR sigraði þrefallt í millivegalengdahlaupum kvenna.
Hallbera Eiríksdóttir UMSB gerði sér lítið fyrir og vann kringlukast kvenna.

Eitt drengjamet féll á mótinu, Sigurkarl Gústavsson UMSB hljóp 400m á 49.34 sek. og bætti met Björgvins Víkingsonar, sem var 49.50 sek. frá árinu 2001.

Í stigakeppni mótsins sigraði lið FH með samtals 214 stig, lið UMSS varð í öðru sæti með 201 stig og lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 172,5 stig.
ij
 

Share: