Fegurri sveitir

júlí 10, 2001

Vegna átaksverkefnisins Fegurri sveitir 2001

· Efnaverksmiðjan Sjöfn
Verslanir fyrirtækisins (Litaríki) og endursöluaðilar verða hvattir til að gefa bændum lægstu mögulegu verð í sumar. Sjöfn býður bændum upp á margvíslega þjónustu t.d. mjólkurhús á hjólum (gámur sem er innréttaður eins og mjólkurhús og gefur bændum kost á að mála mjólkurhúsið) og tölvulitun (myndir af býlinu eru skannaðar inn á tölvu, litasýnishorn prentuð út, málningarkerfi og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fylgja með). Sjöfn leitast við að aðstoða endursöluaðila sína sína við að bjóða lægstu mögulegu verð til bænda.
· Harpa
1. Útimálning á stein: Hörpusilki 10 lítrar. Verð frá krónum 3600 – 10 ltr
2. Þakmálning: 30% afsláttur. Verð frá krónum 613 miðað við 20 ltr pakkningu
3. Viðarvörn, þekjandi: 30% afsláttur. Verð frá krónum 766, miðað við 10 ltr pakkningu.
4. Viðarvörn, hálfþekjandi: 30% afsláttur. Verð frá krónum 621, miðað við 4 ltr pakkningu.
Málningarverksmiðjan Harpa hefur á boðstólum allar þær vörur sem til þarf við málun svo sem viðgerðarefni, grunna, verkfæri o.þ.h. Þær vörur eru allar seldar með afslætti allt að 30%. Í verslunum Hörpu starfa m.a. málarameistarar og aðrir sölumenn með langa reynslu af sölu málningar. Hjá þeim er hægt að fá ráðleggingar um efnisval og litatillögur og þar er hægt að fá verðtilboð í stærri verk.
Í boði er ókeypis heimsending með flutningafyrirtækinu Flytjanda (Vöruflutningamiðstöðin).
Tilboð þetta gildir í öllum málningarverslunum Hörpu sem eru á eftirtöldum stöðum:
Málningarverksmiðjan Stórhöfða 44, Reykjavík S:567-4400
Bæjarlind 6. Kópavogi S: 544-4411
Skeifunni 4, Reykjavík S: 568-7878
Hafnargötu 90, Keflavík S: 421-4790
Einnig bjóða endurseljendur Hörpu víða um land góð kjör á málningu.
· Málning ehf vísar til þeirra tilboða sem umboðs- og söluaðilar fyrirtækisins eru með í gangi. Umboðs- og söluaðilar um allt land veita nánari upplýsingar.
· Slippfélagið í Reykjavík ásamt endurseljendum sínum um allt land býður bændum 35% afslátt frá smásöluverði og mun greiða fyrir flutning hvert á land sem er. Fyrirtækið hefur gefið út málningahandbók bænda. Allar nánari upplýsingar um málningarefni Slippfélagsins má finna á netinu en slóðin er Slippfelagid.is


Share: