Könnun á þjónustuþörf í sveitum Borgarbyggðar

október 17, 2000

Félagsþjónusta Borgarbyggðar er að gera könnun á þjónustuþörf í sveitum Borgarbyggðar meðal einstaklinga sem eru 67 ára og eldri

Markmiðið með könnuninni er að afla upplýsinga um hvaða þjónustu er þörf á að veita í sveitunum. Niðurstöðurnar verða notaðar til að bæta þjónustuna.
Sendir hafa verið út spurningalistar til allra íbúa 67 ára og eldri og er reiknað með að búið verði að skila þeim útfylltum fyrir mánaðarmótin október – nóvember.

Nánari upplýsingar um könnunina gefur Steinunn Ingólfsdóttir aðstoðarmaður félagsmálastjóra í síma 437-1224.


Share: