Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagssvæðið er vestast á jörðinni Húsafelli og felur deiliskipulagstillagan í sér virkjun Deildargils sem rennur í Hvítá, inntak og stífla verður ofarlega i Deildargili í norðarhluta Urðarfells. Fallpípa verður um 3.200 m löng og stöðvarhús verður við Reyðarfellsskóg.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 20. desember 2013 til 31. janúar 2014 og verður einnig til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 31. janúar 2014 annaðhvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is
Til að sjá tillögu að deiliskipulagi smellið hér.
Til að sjá umhverfisskýrslu smellið hér.