Tapað naumlega í Útsvari

desember 14, 2009
Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari kepptu á laugardaginn var og endaði þátturinn á naumlegu tapi liðsins fyrir Álftnesingum eftir spennandi lokahnykk þar sem um tíma horfði í bráðabana. Í liðinu voru þau Heiðar Lind Hansson, Hjördís H. Hjartardóttir og Stefán Einar Stefánsson og hafa þau staðið sig frækilega í keppninni, en í fyrstu umferð náðu þau þeim góða árangri að fá 101 stig voru því langstigahæsta tapliðið og það þriðja í röðinni af liðunum yfirleitt.
 

Share: