Jólatónleikar Tónlistarskólans

desember 11, 2007
Nú stendur yfir hefðbundin röð tónleika hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þar sem nemendur skólans úr öllu héraðinu koma fram og sýna hvað þeir hafa numið á þeirri önn sem er að ljúka. Fyrstu tónleikarnir voru í gær kl. 18 í sal Tónlistarskólans við Borgarbraut í Borgarnesi, næstu eru kl. 18 í dag og svo koll af kolli alla virka daga þessarar viku.
Á þriðjudaginn og fimmtudaginn eru auk þess tónleikar kl. 20.30 í Logalandi þar sem nemendur á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum koma fram. Á miðvikudaginn kl. 18 leika forskólanemendur á hljóðfæri á tónleikunum í Borgarnesi og á föstudaginn á sama stað eru það söngdeildarnemendur sem gleðja áheyrendur með söng sínum.
 
Myndin með fréttinni var tekin í Logalandi þegar nemendur Tónlistarskólans og gestir þeirra frá Álftanesi spiluðu þar s.l. vor. Ljósmyndari: Theodóra Þorsteinsdóttir

Share: