Staða ritara og bókasafnsvarðar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum er laus til umsóknar.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2014. Umsækjandi Þarf að hafa góða tölvuþekkingu og vera með menntun á sviði bókasafnsvörslu.
Í starfinu felst meðal annars umsjón með skólabókasafninu, heimasíðu skólans, símsvörun, skráning upplýsinga í samskiptakerfi skólans ( mentor ) og fl.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi gaman af því að vinna með börnum og ungmennum og sé góður í mannlegum samskiptum.
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 847-9262.
Umsókn um starfið skal senda á netfangið inga@gbf.is ásamt upplýsingum um meðmælendur.
Umsóknarfrestur er til 31.desember 2013.