Söfnun á rúlluplasti í nóvember 2015

nóvember 9, 2015
Nú líður að síðustu söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum árið 2015.
Áætlað er að plastið verði sótt dagana 23.-27. nóvember. Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig í þessa söfnun á vegum sveitarfélagsins fyrr á árinu eru beðnir um að senda póst á Hrafnhildi Tryggva hrafnhildur@borgarbyggd.is eða panta símleiðis í Ráðhúsi Borgarbyggðar í síma 433-7100.

Frágangur á plastinu hjá bændum skal vera með þeim hætti að annað hvort verði það sett í stórsekki t.d. undan áburði eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga). Baggaböndin skal setja sér í glæra plastpoka.
Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka.

Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins, en tekið er við rúlluplasti í gámastöðinni við Sólbakka í Borgarnesi sem er opin frá kl. 14:00 -18:00 alla virka daga og 10:00-14:00 á laugardögum.

Opin brennsla úrgangs þ.m.t. rúlluplasts er óheimil
skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og skv. reglugerð nr. 737/2003.

Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist fyrir 19. nóvember næstkomandi.
 
 

Share: