Framkvæmdir við Vallarás

janúar 21, 2025
Featured image for “Framkvæmdir við Vallarás”

Kæru íbúar

Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 8 vikur.

 

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og er það Bjarni Benedikt Gunnarsson hjá Verkís sem tekur við fyrirspurnum er varðar verkið. Netfangið hjá honum er bbg@verkis.is.

 


Share: