Kæru íbúar – Tilkynning frá sveitarstjórn Borgarbyggðar

október 10, 2008
Sveitarstjórn Borgarbyggðar og starfsmenn sveitarfélagsins fylgjast grannt með þeirri þróun og þeim sviptingum sem eiga sér stað í efnahagsmálum Íslands og landsmanna. Sú mikla niðursveifla í fjármálakerfinu sem á okkur dynur koma sér illa fyrir alla, einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun leggja allt kapp á að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins, vinna er að fara af stað sem byggðarráð leiðir til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum – ljóst er að bregðast þarf við af festu.
 

Share: