Dagur hinna villtu blóma verður sunnudaginn 15. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Í tilefni dagsins verður farið í skoðunarferð í fólkvanginum Einkunnum eins og undanfarin ár. Mæting er kl. 10:00 við bílastæðin við Álatjörn í fólkvanginum Einkunnum. Boðið verður upp á skógarkaffi að göngu lokinni. Leiðsögn: Guðrún Bjarnadóttir og Hilmar Már Arason.Sjá hér auglýsingu.