Gæfuspor er gönguverkefni á vegum UMFÍ þar sem fólk 60 ára og eldra er hvatt til gönguferða í skemmtilegum félagsskap. Verkefnið hefst 19. júní á fimm stöðum á landinum og þar á meðal er Borgarnes. Lagt er af stað frá húsi Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi kl. 10:00. Skráning í gönguna hefst hálftíma fyrr þ.e. kl. 9:30.