Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð

maí 30, 2010
Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð voru þessi:
 
Á kjörskrá voru 2.491 og atkvæði greiddu 1.892 sem er 76% kjörsókn.
 
Atkvæði féllu þannig:
A-listi Svartalistans fékk 110 atkvæði og engan mann kjörinn.
B-listi Framsóknarflokksins fékk 456 atkvæði og 2 menn kjörna.
D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 460 atkvæði og 3 menn kjörna.
S-listi Samfylkingarinnar fékk 350 atkvæði og 2 menn kjörna.
V-listi Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð fékk 335 atkvæði og 2 menn kjörna.
 
Auðir seðlar og ógildir voru 181.
 
Samkvæmt þessu verða eftirtalin í næstu sveitarstjórn Borgarbyggðar:
Af B-lista Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir og Finnbogi Leifsson.
Af D-lista Björn Bjarki Þorsteinsson, Dagbjartur Ingvar Arilíusson og Jónína Erna Arnardóttir.
Af S-lista Geirlaug Jóhannsdóttir og Jóhannes F. Stefánsson.
Af V-lista Ragnar Frank Kristjánsson og Ingibjörg Daníelsdóttir.
 
 

Share: