Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir mynd-og textilmenntakennara til starfa næsta skólaár

maí 26, 2015
Ertu menntaður kennari sem vantar starf á fallegum stað í Borgarfirði í góðum skóla? Ef svo er, þá er Varmaland staður fyrir þig.
 
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli með rúmlega 200 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Mynd-og textilmenntakennara vantar í Varmalandsdeild skólans frá og með 1. ágúst 2015 í 70% starfshlutfall.
 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS. Umsóknarfrestur er til 10.júní nk.
 
Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu ásamt meðmælendum.
 
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/430-1502 netfang; ingibjorg.inga@gbf.is
 
 

Share: