Á Háafelli í Hvítársíðu er eins og kunnugt er búið með geitur og er bærinn mikilvægur hlekkur í viðhaldi íslenska geitastofnsins. Það er Jóhanna Þorvaldsdóttir sem býr með geiturnar og annast hún þessar gæfu og fallegu skepnur af stakri natni. Nokkuð er um að hópar fái að koma að Háafelli og skoða geiturnar og gefur Jóhanna sér þá tíma til að veita fræðslu um þetta merkilega og sjaldgæfa kyn.
Meðfylgjandi mynd var tekin í góðviðrinu um helgina þegar tvær stúlkur voru að skoða kiðlingana á Háafelli.
Frá vinstri: Áslaug I. Kristinsdóttir og Ingveldur A. Sigurðardóttir.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir.