Betri Borgarfjörður – Hreinsunarátak í uppsveitum

maí 23, 2012
Framfarafélag Borgfirðinga og Umhverfissvið Borgarbyggðar gangast fyrir hreinsunarátaki í uppsveitum Borgarfjarðar um næstu helgi; 25.-27. maí. Borgfirðingar eru hvattir til að safna rusli í poka og koma því á næstu gámastöð. Þátttakendur geta sótt poka í Hönnubúð í Reykholti eða á Hverinn á Kleppjárnsreykjum sér að kostnaðarlausu. Lagt er í hendur íbúa sjálfra að skipuleggja átakið að öðru leyti, þannig að hver hugi að götum og landi hið næsta sér. Þá er fólk hvatt til að safna dósum og flöskum í sér poka, svo hægt verði að nota andvirði þeirra til mannúðar- eða menningarmála. Látum Borgarfjörð skarta sínu fegursta í sumar!
 
Stjórn Framfarafélags Borgfirðinga
 
 

Share: