Ljóð unga fólksins

maí 21, 2013
Nýverið kom út bókin Ljóð unga fólksins en í henni er úrval ljóða eftir börn sem tóku þátt í samkeppninni Ljóð unga fólksins 2013. Alls bárust yfir 900 ljóð í keppnina og voru 70 þeirra valin í bókina. Nemendur í 5. – 6. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum sendu inn ljóð. Ljóð Ásdísar Lilju Arnarsdóttur, Bækur, var valið til birtingar í bókinni en Ásdís Lilja er nemandi í 5. bekk skólans. Til hamingju Ásdís Lilja!
 
Bækur
Textinn streymir áfram
og fellur eins og foss,
Ásdís Lilja
á blaðsíðum eru myndir
af tröllum og köllum
Bækur geta verið
stuttar, líka langar.
Bókin kennir
bókin svæfir
og bókin nennir
að bíða eftir mér.
 

Share: