Kaupmannsheimilið í Safnahúsi Borgarfjarðar

maí 18, 2010
Sýningin Kaupmannsheimilið var opnuð með viðhöfn í Safnahúsi síðastliðinn miðvikudag, enda var tilefnið 50 ára afmæli Byggðasafns Borgarfjarðar. Uppistaðan í sýningunni eru munir frá heimili Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Maríu Björnsdóttur konu hans, en þau hjón voru búsett í Borgarnesi 1906-1947.
Aðeins eitt fjögurra barna Jóns og Helgu Maríu átti afkomendur, þ.e. Halldór H. Jónsson. Hann átti þrjá syni sem hér sjást á mynd ásamt forstöðumanni Safnahúss. Myndin er tekin á sýningunni og á bak við hópinn má sjá bókaskáp og standklukku úr búi Jóns og Helgu Maríu.
Sýningin í Safnahúsi verður opin alla virka daga frá 13.00 -18.00 fram til 15. nóvember.
Frá vinstri: Jón Halldórsson, Garðar Halldórsson, Guðrún Jónsdóttir og Halldór Þór Halldórsson.
Ljósmynd: EEE
 
 

Share: