Ég elska lífið og þarf ekki vímuefni!

maí 15, 2008
6. flokkur Unmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) kom í heimsókn í Borgarnes 2. maí síðastliðinn og keppti í knattspyrnu við 6. flokk Skallagríms á gervigrasvellinum við Grunnskólann í Borgarnesi. Krakkarnir í UDN voru að keppa í fyrsta skipti og var búinn að vera mikill spenningur í margar vikur fyrir heimsóknina hjá báðum liðum. Skallgrímur tók vel á móti mótherjunum og í lok leiks afhentu Skallagrímskrakkarnir UDN krökkunum bolta.
Eins og sjá má á myndinni var mikil kátína ríkjandi meðal keppenda og vonandi að skilaboðin sem þau stóðu undir við myndatökuna fylgi þeim út lífið.
 

Share: