Íbúafundur um framtíðarsýn

maí 9, 2008
Að undanförnu hefur Borgarbyggð ásamt Capacent-ráðgjöf unnið að stefnumótun og framtíðarsýn sveitarfélagsins.
 
Fimmtudaginn 15. maí verður haldinn almennur íbúafundur þar sem verkefnið verður kynnt og íbúum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir.
 
Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar og hefst kl. 20,30.
 
Íbúar eru hvattir til að koma á fundinn og hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins.
 

Share: