Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

apríl 19, 2010
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15.00.
Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er mánudagurinn 10. maí.
Með afhendingu verðlaunanna er vakin athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik- grunn- og framhaldsskóla og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.

Share: