Krakkarnir á Uglukletti heimsóttu ráðhúsið

apríl 12, 2010
“Nýverið komu elstu börnin úr leikskólanum Uglukletti í heimsókn í ráðhúsið. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða merki sveitarfélagsins sem búið er að setja upp í anddyri ráðhússins, en krakkarnir höfðu búið merkið til og afhent sveitarstjóra þegar hann heimsótti þau fyrir áramótin.
Eftir að hafa drukkið svala og borðað vel af kleinum, skoðað kort af Borgarnesi og sagt helstu fréttir úr leikskólastarfinu tók hópurinn lagið af miklum krafti fyrir starfsfólkið í ráðhúsinu.
Starfsfólk ráðhússins færir krökkunum bestu þakkir fyrir glæsilegt merki og skemmtilega heimsókn.”
 
 

Share: