Sérkennsluráðgjafi/deildarstjóri námsvers

apríl 12, 2012
Laus er til umsóknar ný staða sérkennsluráðgjafa fyrir leik- og grunnskóla og deildarstjóra námsvers (sérdeild) fyrir grunnskólanemendur í Borgarbyggð. Um er að ræða tvískipt starf sem skiptist í 40% sérkennsluráðgjöf fyrir leik- og grunnskóla og 60% stjórnun og kennslu við námsver fyrir grunnskólanemendur sem staðsett verður í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Leitað er einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, metnaði og eiginleikum til að þróa starfið þannig að það nýtist sem best fyrir sveitarfélagið. Í Borgarbyggð eru 2 grunnskólar og 5 leikskólar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Framhaldsnám í sérkennslufræðum
· Kennsluréttindi og kennslureynsla á leik- eða grunnskólastigi
· Reynsla af stjórnun og þróunarstarfi æskileg
· Sveigjanleiki og skipulagshæfni
· Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og frumkvæði
Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknir berist til Steinunnar Baldursdóttur starfandi fræðslustjóra sem veitir jafnframt nánari upplýsingar um starfið, sími: 433-7100, netfang: steinunn@borgarbyggd.is.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2012
 
 

Share: