Ný sending af þýskum bókum er komin í millisafnaláni til Héraðsbókasafnsins. Um er að ræða bókakassa frá Bókasafni Hafnarfjarðar sem er móðursafn þýskra bóka á Íslandi. Með fylgdu nokkrar hljóðbækur. Á myndinni má sjá tvær bókanna sem komu. Alltaf er eitthvað um að spurt sé eftir erlendum bókum á safninu og er kappkostað að koma til móts við þær óskir. |
Sem dæmi má nefna að fyrir tilstilli pólska ræðismannsins er til nokkuð af pólskum bókum og einnig er til nokkuð mikið úrval af enskum bókum og eitthvað af efni á Norðurlandamálunum.
Safnið er opið alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00.
|
|
Á myndinni má sjá tvær af bókunum sem hér um ræðir.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir.
|