“Með vífið í lúkunum” í Logalandi

mars 3, 2011
Undanfarið hafa staðið yfir æfingar hjá Ungmennafélgi Reykdæla á leikritinu “Með vífið í lúkunum” eftir breska leikskáldið Ray Cooney. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson en hann hefur oft áður leikstýrt hjá borgfirskum áhugaleikfélögum. Leikritið er bráðfyndinn farsi sem segir frá John Smith leigubílstjóra í London en karlinn sá lifir vægast sagt tvöföldu lífi. Átta leikarar taka þátt í sýningunni sem fram fer í Logalandi. Frumsýning er á morgun, föstudaginn 4. mars og hefst kl. 20.30.
2. sýning sunnudaginn 6. mars
3. sýning þriðjudaginn 8. mars
4. sýning fimmtudaginn 10. mars
5. sýning föstudaginn 11. mars
6. sýning laugardaginn 12. mars
 
Miðapantanir í síma 691 1182 og 662 5189.
Sýningar fara fram í Logalandi og hefjast kl. 20.30.

Share: