
Föstudaginn 13. maí næstkomandi verður opnuð ný sýning í Safnahúsi í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalasafnsins. Sýningin hefur hlotið heitið
Séra Magnús og er um ævi Magnúsar Andréssonar (1845-1922) sem bjó á Gilsbakka í Hvítársíðu frá árinu 1881, ásamt sinni mætu konu Sigríði Pétursdóttur.
|
Séra Magnús var m.a. alþingismaður Mýramanna um margra ára skeið og kom þar að mótun sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um og eftir 1900. Af þessu tilefni er sýningin helguð minningu Jóns Sigurðssonar á merku afmælisári hans.
|
Sýningin verður opnuð með stuttri athöfn á neðri hæð Safnahúss (Börn í 100 ár) kl. 17.30 þennan dag, föstudaginn 13. maí.
|