Miðvikudaginn 25. janúar kl. 18.00 verður haldinn opinn fundur um deiliskipulag lóðarinnar nr. 59 við Borgarbraut í Borgarnesi.  Fundurinn fer fram í Hyrnunni við Brúartorg.
Borgarland ehf. hefur látið teikna 6 hæð fjölbýlishús á lóðina og er deiliskipulagstillagan nú í auglýsingu.
Á fundinn mætir Helgi Hallgrímsson arkitekt og kynnir teikningar af húsinu.
 Allir velkomnir.
 Borgarbyggð