Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli.  Þar eru að jafnaði 16-18  börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 5-6 starfsmenn. Nauðsynlegt er að umsækjandi  hafi áhuga á  að starfa með börnum og búi yfir færni í mannlegumsamskiptum, hafi frumkvæði í starfi, sé jákvæður, sjálfstæður og vinni skipulega.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði.
 Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí n.k.
Nánri upplýsingar  veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri,  
í síma  435-1157/862-0064 eða tölvupósti; sjofn@borgarbyggd.is